Dofi

Doti i tánum .

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Það er illmögulegt að svara þessu án þess að hafa frekari upplýsingar.

Dofi verður ef eitthvað er til þess að skerða blóðflæði eða hefur áhrif á starfssemi tauga. Þetta getur verið svo ótalmargt eins og þröngir skór, aukaverkun lyfja  eða eitthvað alvarlegra sem hefur þá áhrif á starfssemi æða eða tauga í fótum,

Ef vandinn er viðvarandi og án eðlilegra útskýringa skaltu endilega ráðfæra þig við lækni.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur