Dofin í tám

Ég finn fyrir doða í tám á báðum fótum oftast á kvöldin og eins á morgnana .
Þegar ég fer í frekar langa göngutúra 1 klst þá fæ ég mikil eymsli í tærnar líka , tel mig vera í góðum skóm .

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það geta verið allskonar ástæður fyrir þessu og erfitt að segja til um það útfrá takmörkuðum upplýsingum. Það skiptir máli að vita t.d. aldur þinn, hvort þú reykir, sért með sykursýki eða aðra undirliggjandi sjúkdóma.

Þetta gæti verið vísbending um t.d. taugavandamál eða æðavandamál. Ef þetta skánar ekki þá myndi ég ráðleggja þér að ræða við heimilislækninn þinn.

 

Með kveðju,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur