Doloproct á meðgöngu?

Spurning:
Sælir kæru læknar og landar!

Viljiði vinsamlegast hjálpa okkur við þetta vandamál. Kærastan min er ólétt og skrifar ykkur á norsku: vonandi getið þið svarað okkur þó ég ekki viti hvað hemorider er á íslensku:
Jeg er plaget av hemorider og er tidligere operert. Nå har det kommet tilbake og jeg har fått en krem med navn "Doloprotect Comp".  Legen sa jeg ikke kunne få tabletter, men jeg ser på bruksanvisningen at gravide som ikke har passert 3. måned, ikke bør bruke kremen.  Jeg må benytte ett eller annet på grunn av smertene. Finnes det et annet preparat, eller kan jeg trygt bruke denne kremen – selv om jeg bare er ca 2,5 mnd. på vei?  Vennlig svar meg hurtig! I mellomtiden må jeg bruke denn kremen som jeg har fått.

Vennlig hilsen XXX

Svar:
Doloproct comp inniheldur barkstera eins og flest lyf sem notuð eru við gyllinæð gera. Almenna reglan er sú að forðast beri alla notkun barkstera á fyrsta þriðjungi meðgöngu þar sem þeir geta t.d. aukið líkur á því að barnið fái skarð í vör (hareskår). Ekki eru þó fyrirliggjandi nógu ítarlegar rannsóknir til þess að hægt sé að fullyrða neitt um þetta þegar um er að ræða útvortis notkun. Flestir telja að líkurnar aukist ekki við þessa notkun. Í opinberum handbókum um lyf sem gefnar eru út á Norðurlöndum sveiflast þetta frá því að í Svíþjóð er sagt að notkun gyllinæðarlyfja með barksterum sé skaðlaus yfir í það að sagt er sýna skuli sérstaka aðgæslu þegar mælt er með lyfinu handa þunguðum konum. Ég get því ekki gengið gegn aðvörunum þeim sem fram koma í fylgiseðli þar sem ekki er mælt með notkuninni á fyrsta þriðjungi. Eftir það er allt í lagi að nota lyfið, en þó reyna að gera það frekar sparlega þ.e.a.s. fylgja leiðbeiningum um notkun. Því miður get ég ekki gefið ákveðnara svar, en svona er þetta oft. 

Finnbogi Rútur Hálfdanarson
lyfjafræðingur