Doryx og áfengi?

Spurning:
Er í lagi að neyta áfengis ef maður er á 2. mán. Doryx kúr við bólum?

Svar:
Eitthvað virðast vera skiptar skoðanir um það hvort óhætt er að neyta áfengis meðan á meðferð með doxýcýklíni stendur yfir, en það er virka efnið í Doryx. Áfengi styttir helmingunartíma doxýcýklíns í blóði. Þetta þýðir að verkun lyfsins getur minnkað. Doxýcýklín getur einnig virkað ertandi á magaslímhúð eins og áfengi og hætta á óþægindum frá meltingarvegi er þar af leiðandi meiri en annars. Því ætti ekki að nota áfengi og doxýcýklín samtímis, án þess að það sé þó hættulegt.

 

Finnbogi Rútur Hálfdanarson
lyfjafræðingur