Dóttir mín gnístir tönnum í svefni

Spurning:

Komið þið sæl.

Ég á 4 ára gamla dóttir, sem að gnístir mikið tönnunum í svefni. Ég hef miklar áhyggjur af þessu þar sem þetta virðist vera nánast stöðugt á ca. 20 sek millibili alla nóttina. Ég hef heyrt af plastgómum, en er það óhætt að setja svoleiðis upp í börn á næturna vegna hættu á að hann fari niður í háls á þeim.

Takk fyrir.

Svar:

Sæll.

Tannagnístur dóttur þinnar kann að vera verst fyrir þá sem þurfa að hlýða á hljóðin sem oft eru því samfara. Slíku gnístri fylgir stundum slit tannglerungsins en að vissu marki er slíkt slit eðlilegt og jafnvel æskilegt. En þyki glerungurinn slitna óeðlilega hratt og mikið kann að vera ráð að grípa inn í svo sem með slípingu eða mjúkum plastgómi eins og þú nefnir. Ekki fara sögur af því að slíkir gómar hafi farið niður í háls barna. Til þess munu þeir vera of stórir og hafa öllu fremur tilhneigingu til þass að fara í hina áttina þ.e.a.s. út. Leitaðu ráða hjá tannlækninum þínum.

Kveðja,
Ólafur Höskuldsson, barnatannlæknir