Dóttir mín sefur illa

Spurning:

Halló!

Ég er 24 ára mamma búsett í Þýskalandi og á 10 mánaða gamla stelpu sem leyfir mér voða lítið að sofa á næturnar! Þannig er mál með vexti að hún er enn á brjósti en ég er búin að minnka það verulega og það eru 4 mánuðir síðan hún hætti að drekka á nóttunni! Í fyrstu eftir að ég hætti að gefa henni á næturnar þá svaf hún allar nætur og allt gekk vel þar til allt í einu að hún fór að vakna upp! Hún vaknar stundum grátandi og stundum rumskar hún bara og ef ég kem ekki strax til hennar og rugga henni þá fer hún að hágráta og það tekur mig svo langan tíma að svæfa hana aftur og svona gengur það oft yfir nóttina! Pabbi hennar þarf alltaf að vakna í skólann á morgnana en ég fer í skólann á kvöldin, þannig að það lendir á mér að hugsa um hana á næturnar, ég reyni og reyni en þetta gengur bara ekki svona lengur! Hún tekur ekki snuddu og hún er ekkert veik og það er langt síðan hún fékk fyrstu 8 tennurnar og það var ekkert mál! Það þýðir ekki fyrir mig að tala bara við hana heldur verð ég að rugga henni og hún vill alls ekki liggja á bakinu en helst á maganum eða á hliðinni! Má ég leyfa henni að gráta þegar ég veit að það er ekkert að, því um leið og ég kem þá hættir hún fljótlega, eða verður þetta svona eitthvað mikið lengur og ekkert er hægt að gera!

Ég vona að þið getið hjálpað mér með því að gefa mér einhver ráð eða benda mér á einhvern til að tala við því ég er alveg að fara yfir um af þreytu!

Kveðja

Svar:

Sæl vertu.

Þú spyrð hvort þú megir leyfa dóttur þinni að gráta þegar ekkert er að. Ef ekkert er að af hverju grætur hún þá? Tíu mánaða börn gráta ekki af ástæðulausu – þau hafa ekki vit á því að plata mann og skilja ekki útskýringar. Svo byrjunin á lausn vandans er að finna út af hverju barnið grætur. Getur verið að hún sé hrædd og einmana? Er henni of heitt eða kalt?

Er hún kannski þyrst? Eða langar hana kannski bara til að hjúfra sig upp að foreldrum sínum? Mörg börn á þessum aldri eru haldin aðskilnaðarkvíða svo ef þú þarft að fara frá henni á hverjum degi bætir hún sér upp aðskilnaðinn með næturnærveru. Hún hefur ekki þroska til að skilja að þú kemur aftur því allt sem ekki sést er fyrir henni horfið að eilífu. Hvað varðar að rugga henni þá er það bara eitthvað sem hún hefur vanist til að sofna og getur illa sofið án. T.d. eins og þegar maður sefur ekki heima hjá sér og vantar rétta þykkt af kodda til að sofna. Í flestum löndum jarðarkringlunnar sofa börn við hlið móður sinnar eða systkina þar til þau vaxa sjálf upp úr því. Vestræn menning gerir hins vegar þær kröfur að börn sofi ein í rúmi og jafnvel ein í herbergi frá því þau eru pínulítil. Sitt sýnist hverjum um uppeldisaðferðir og sjálfsagterfitt að benda á eina rétta aðferð. En höfum í huga að óskir barna byggjast á þörfum þeirra en ekki því að þau séu að spila með fullorðna fólkið. Flestir foreldrar sem sofa með börnin uppí hjá sér láta vel af því og segjast hvílast mun betur þegar þeir þurfa ekki að fara fram úr til að hugga grátandi barn. Börnin sofa tvímælalaust betur því þau eru milli þeirra tveggja sem þau treysta best. Dr. Willam Sears hefur stúderað svefnhegðun barna mikið og hann vill meina að börnum sé hollt að sofa uppí hjá foreldrum sínum því það veiti þeim svo mikla öryggiskennd. Hann hefur skrifað bók um þetta efni sem kallast „Nighttime parenting“. Fyrir þá sem ekki treysta sér til að hafa börnin uppí og í þeim tilvikum þar sem það er ekki æskilegt vegna sjúkdóms, lyfja- eða áfengisnotkunar eða ef um vatnsrúm er að ræða þarf að beita ákveðinni atferlismeðferð til að venja börn á að sofa. Sú meðferð byggir á að taka burt ákveðið áreiti sem barnið þarf til að sofna (ruggið) og setja inn annað (t.d. teppi eða bangsaeða eitthvað sem getur alltaf verið hjá henni þegar hún sefur). Þegar barnið fer að sofa á kvöldin fær það áreitið sitt (ekki ruggið) með sér í rúmið, foreldrarnir bjóða góða nótt og fara fram. Ef barnið grætur ferðu aftur inn, leggur barnið blíðlega niður og ferð aftur fram. Þetta er endurtekið þar til barnið sofnar. Ef barnið vaknar á nóttinni þarf að endurtaka þetta þar til það sofnar. Það er nauðsynlegt að barnið sé ekki látið gráta því þá missir það trúna á foreldrana og getur orðið taugaveiklað og allur aðskilnaðarkvíði versnar. Ef atferlismeðferðin er rétt notuð tekur það 2-3 vikur að venja barnið við að sofna sjálft. En þá þarf líka að hafa sama háttinn á allan þann tíma og eftir það verðurteppið/bangsinn/það sem barnið vandist við í stað ruggsins að vera alltaf til staðar þegar barnið fer að sofa – annars gengur þetta ekki. Aðalatriðið er alltaf þó að sýna barninu blíðu þótt maður sé fastur fyrir. Til nánari glöggvunar ræð ég þér að lesa svar við fyrirspurn vegna næturbrjóstagjafar á Doktor.is þar sem ég reifaði þessa atferlismeðferð til að venja barn af næturgjöfum. Þetta er af sama meiði og &th
orn;ví hægt að nota sömu aðferð. Á barnadeild Landspítala Fossvogi (Borgarspítala) er starfandi teymi sem sérhæfir sig í svefntruflunum barna og notar m.a. atferlismeðferð. Ef um allt þrýtur geturðu mögulega nálgast upplýsingar frá þeim með með símtali eða um netið. Svo óska ég ykkur bara velgengni hvern veginn sem þið kjósið að fara.

Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir