Spurning:
Ég er að taka Doxýtab 100mg inn og nota með því Dalacin 10mg/ml, og ætlaði að spyrja hvort ég megi drekka áfenga drykki með þessum lyfjum?
Svar:
Áfengi styttir helmingunartíma doxýcýklíns í blóði, en það er virka efnið í Doxýtab. Þetta þýðir að verkun lyfsins getur minnkað. Doxýcýklín getur einnig virkað ertandi á magaslímhúð eins og áfengi og hætta á óþægindum frá meltingarvegi eru þar af leiðandi meiri en annars. Því ætti ekki að nota áfengi og doxýcýklín samtímis, án þess að það sé þó hættulegt. Áfengi hefur ekki áhrif á Dalacin þegar það er notað útvortis.
Finnbogi Rútur Hálfdanarson
lyfjafræðingur