Doxýtab og sýrubindandi lyf?

Spurning:
Utan á Doxýtab glasi sem ég er að tak stendur að inntaka með sýrubyndandi lyfi dragi úr virkni lyfsins. Má ég taka Lómex með þessu lyfi ?

Svar:
Þegar sagt er að ekki megi taka Doxýtab eða önnur tetracýklínlyf með sýrubindandi lyfjum, er átt við sýrubindandi lyf sem innihalda alúmíníum. Það eru lyf eins og Almínox, Balancid Novum, Novaluzid, Rennie og Silgel. Lómex og skyld lyf eru ekki sýrubindandi, en koma í veg fyrir myndun magasýru. Óhætt er því að taka Doxýtab og Lómex saman.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur