Efexor og kynkvöt

Spurning:
Í texta um Þunglyndislyfið "EfexorEfexor Depot" er setningin "breitt kynkvöt og kyngeta" hvað er átt við með því ? Hvernig breyting getur átt sér stað.

Svar:
Þau áhrif sem Efexor og Efexor depot geta haft á kynlíf eru fyrst og fremst minnkuð kynhvöt, seinkun á sáðláti eða fullnægingu og getuleysi. Þetta eru ekki mjög algengar aukaverkanir en hafa komið fyrir.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur