Ég á erfitt með að horfa á allt sem er hvítt

Spurning:

Sæll.

Málið er að ég á erfitt með að horfa á flest allt sem er hvítt, t.d. ef himinn er alhvítur eins og hann var í dag þá píri ég augun allan daginn og á kvöldin sé ég að háræðar eru sprungnar í hvítunni. Ég get horft á sólina þegar hún er lág á lofti, með opin augun ef hún er gul og finn ekki fyrir neinu. En þegar um eitthvað hvítt er að ræða t.d. himinn eða tölvuskjár eða bara hvítur veggur þá fæ ég verk í augun og verð þreyttur á að halda þeim opnum. Hvað getur þetta verið?

Með fyrirfram þökkum.

Svar:

Sæll.

Þetta er áhugavert mál. Ég á svolítið erfitt með að greina hvað þetta getur verið. Ég tel þó að þú ættir að koma í skoðun og láta líta á þetta. Mér þykir einna líklegast að um geti verið að ræða einhvers konar sjónlagsgalla, en það þarf að athuga sérstaklega. Eitt get ég þó sagt þér strax að það er aldrei óhætt að horfa í sólina, jafnvel þótt hún sé lágt á lofti. Því ættir þú að vara þig á.

Bestu kveðjur,
Jóhannes Kári Kristinsson, augnlæknir Sjónlag hf.