Spurning:
Sæl.
Ég er 14 ára stelpa og æfi frjálsar á fullu. Æfingarnar eru oft frekar erfiðar og við erum að lyfta smá og þannig. Ég reyni að teygja vel á eftir æfingar, en ég fá samt alltaf gífurlegar harðsperrur daginn eftir. Er þett eðlilegt eftir næstum hverja æfingu (2-4 sinnum í viku) og hvað er hægt að gera til þess að koma í veg fyrir þetta?
Svar:
Sæl.
Ég myndi ekki telja það æskilegt að þú fáir harðsperrur eftir hverja æfingu. Það bendir til þess að þú sért að reyna of mikið á líkamann á æfingum. Ef þú ert búin að æfa í allan vetur og færð ennþá alltaf harðsperrur eftir hverja æfingu ráðlegg ég þér að draga aðeins úr æfingaálaginu. Leggðu svo áherslu á að teygja vel á þeim vöðvahópum sem þú reynir á á æfingunum. Gefðu þér a.m.k. 10 mínútur í lok hverrar æfingar til að teygja á.
Gangi þér vel.
Kveðja,
Ágústa Johnson, líkamsræktarþjálfari