Ég þjáist af lofthræðslu?

Spurning:
Ég þjáist af lofthræðslu. Það er í lagi að vera úti upp á fjalli og horfa niður eins er með húsþök. En ef ég er inni í blokk og þarf að komast upp þá svitna ég öll og þarf að halda í einhvern til að komast, sérstaklega þegar ég er á leiðinni niður. Þegar sést niður á milli rimlana og niður þá liður mér mjög illa ég svitna öll. Er einhver hjálp við þessu. Ég hef farið til dáleiðara sem lét mig ímynda mér stigana og labba upp en það gekk ekki upp. Þetta háir mér mjög mikið.

Er einhver ráð til.
takk takk

Svar:
Komdu sæl. Ef að líkum lætur er þarna um venjulega fælni (fóbíu)að ræða. Lofthræðsla er einmitt ein af þeim algengari. Til þess að vinna bug á fælni er best að fara í meðferð til sálfræðings. Hann getur valið úr nokkrum leiðum til að sigrast á þessu með þér en algengasta leiðin er kerfisbundin nálgun. Best er að vinna bæði með hugsanir og hegðun – hugræn atferlismeðferð.

Góðu fréttirnar eru þær að þetta er tiltölulega einfalt viðureignar og þú mátt búast við fullum bata eftir nokkra meðferðartíma.

Gangi þér vel
Reynir Harðarson
sálfræðingur
S: 562-8565