Ég er á 15. ári, hver er kjörþyngd mín?

Spurning:

Hæ.

Ég er á 15. ári og 164 cm á hæð, hver er kjörþyngd mín?

Svar:

Sæl.

Það er mjög breytilegt hvað börn í sama aldurshópi eru þung, sérstaklega hjá 11-14 ára börnum, þar sem sum ná kynþroska snemma og önnur seinna. Líkamsþyngd eins barns getur verið tvöföld líkamsþyngd annars, en bæði börnin eðlileg miðað við sinn vaxtarhraða og þroska. Af þessum sökum er erfitt að benda á einhverja eina þyngd sem "rétta" eða kjörþyngd fyrir börn eða unglinga í þessum aldurshópi. Mun auðveldara er að fást við þetta hjá fullorðnum sem eiga að hafa náð sinni réttu stærð og eiga því ekki eftir að vaxa meira (nema auðvitað sumir á þverveginn), og má segja að það sé fyrst og fremst hjá fullorðnum sem hægt er með góðu móti að nota hugtakið kjörþyngd.

Kveðja
Ágústa Johnson, líkamsræktarþjálfari