Ég var hjá ArnórI Vikingssini og hann segir mig vera með vefja og liðagigt ,en ég þarf svo mikinn svefn alveg 11-12 tíma og þreitt er það eðlilegt ?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Þreyta er meðal algegnustu einkenna gigtarsjúklinga en orsakir geta líka verið af öðrum toga eins og t.d. skjaldkirtilssjúkdómur, kæfisvefn, sykusýki og fleira. Það er því mikilvægt að útiloka aðrar ástæður áður en maður skrifar það alfarið á gigtina. Læt fylgja með slóð á netsíðu Gigtarfélgas Íslands, þar er hægt að finna mikinn fróðleik og upplýsingar varðandi málið.
https://www.gigt.is/ad-lifa-med-gigt/lif-og-heilsa/svefn-og-threyta/gigt-og-threyta
Gangi þér/ykkur vel
Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.