Ég er með þrjú eistu, hvað á ég að gera?

Spurning:

Sæll.

Hvað er til ráða ef maður er með 3 eistu. Hvað á þá að gera? Á að leita til læknis, er hægt að fara í aðgerð og er þetta hættulegt?

Kveðja.

Svar:

Sæl.

Ef það er einhver fyrirferð í pungnum sem líkist eða er 3. eistað þá skaltu fara til þvagfæraskurðlæknis, ég er ekki þar með að segja að þú þurfir í aðgerð, en þeir sjá um þetta svæði. Þessi fyrirferð gæti verið eitthvað annað en eista og er best að fá úr því skorið nákvæmlega hvað það sé. Þvagfæraskurðlæknirinn metur svo hvort þú þurfir aðgerð. Mér finnst ekki líklegt að þetta sé eitthvað hættulegt en þú skalt samt drífa þig til læknis.

Kveðja,
f.h. Félags um forvarnir læknanema,
Jón Þorkell Einarsson