Spurning:
Ég missti móður mína nýverið, ég sakna hennar mjög mikið og er mjög sorgmædd mér finnst fólk ekki skilja hvað ég er að gang í gegnum og ég þoli ekki þegar fólk segir að hún hafi verið hvíldinni fegnust hún var lasin mjög en hún var ekki tilbúin að deyja ég er alltaf þreytt og fynn fyrir pirringi garnvart öðrum og mér finns ég stand svo ein, mig langar ekki að fara neitt eða gera neitt. Þetta ástand er svo ólíkt mér ég finn allstaðar til og tek inn verkjarlyf þau róa aðeins hugann og ég verð ekki eins pirruð.
Ég er búin að vera að lesa greinar frá Nýrri dögunog fleiri sjálfshjálpar pisla en þar er ávallt verið að tala um barnamissi, eiginmannamissi o.s.frv..mér finns ein og að þetta sé svo sjálfsagt að gamla fólkið deyji og þar af leiðir að ég eigi ekki að hafa þessar tilfinningar hún var orðin gömul og lasin og ég átti að vera viðbúin. Mér finnst ég vera að detta í sjálfsvorkun og þunglyndi. Hvað á ég að gera ? Þetta var ekki bara mamma mín sem ég vara að missa heldur besta vinkona mín þó að ég hafi ekki haft hana sem trúnaðarvin á öllum sviðum, við töluðumst við á hverjum degi og hittumnst oft í viku. Ég var trúnaðarvinur hennar.
Ég get ekki rætt þetta við fjölskyldu mína þau sem ekki eru enn í söknuðinum eru búin að gera þetta upp við sig "svona er lífið". Faðir minn er mjög langt niðri og ég reyni að vera létt og kát nálægt honum en fer frá honum niðurbrotin. Getur þú bent mér á einhverja leið til að ná áttum í þessum hafsjó af tilfinningum.
Svar:
Heil og sæl. Ég samhryggist þér vegna fráfalls móður þinnar. Það er eðlilegt að það taki á að syrgja einhvern sem er manni jafnnákominn og móðir þín var þér greinilega. En þú virðist þó mjög ósátt við stöðuna eins og hún er núna ári eftir fráfallið. Ef þú leitar til heimilislæknis má vera að hann skrifi upp á geðlyf handa þér, líklega þunglyndislyf. Kannski mælir hann jafnframt með viðtalsmeðferð. Ef þú ferð beint til sálfræðings mun hann að öllum líkindum hjálpa þér að vinna úr þessari sorg og líka að byggja upp líf þitt að nýju.
Þú þarft að hugsa vel um sjálfa þig, koma þér í gang, gera það sem þér þykir skemmtilegt. Þetta tekur á, kostar átök, en það er hægt og þetta verðurðu að gera ef þú vilt eignast innihaldsríkt líf. Sálfræðingur getur hjálpað þér, bent þér á góðar leiðir og veitt þér nauðsynlegt aðhald fyrst í stað. Ég mæli því með því að þú leitir til sálfræðings.
Með kveðju
Reynir Harðarson
sálfræðingur S: 562-8565