Spurning:
Sæl Dagný.
Hvernig er hægt að vita hvort samkynja tvíburar eru eineggja eða tvíeggja? Er hægt að þekkja þetta á fylgjunni?
Með fyrirfram þökk.
Svar:
Sæl.
Jú mikið rétt – það sést á fylgjunni og belgjunum hvort tvíburar eru ein- eða tvíeggja. Það getur þó verið dálítið snúið ef fylgjurnar hafa vaxið saman, en oftast er það vandkvæðalítið. Ef einhver vafi leikur á getur erfðarannsókn skorið úr um hvort um eineggja eða tvíeggja tvíbura er að ræða.
Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir