Spurning:
Ég er með vefjagigt, er reyndar nýbúin að fá greiningu. Það sem mig langar að vita er, að ég hef núna 2-3 orðið máttlaus í handleggnum, þetta er ekki doði heldur máttlaus. Svo uppá síðkastið hef ég verið svo kulsækin en ég hef alltaf verið svo heitfeng, er þetta eðlilegur fylgifiskur vefjagigtar? Og hver eru einkenni vefjagigtar fyrir utan eymslapunkta.
Svar:
Sæl.
Einkenni vefjagigtarinnar geta verið margvísleg og einstaklingbundið er hvaða einkenni eru til staðar. Þau geta verið bæði líkamleg og andleg. Helstu einkenni eru langvarandi dreifðir stoðkerfisverkir, morgunstirðleiki, höfuðverkur, óeðlileg þreyta og svefntruflanir. Einnig hefur fólk nefnd doða og máttleysi en slíkt er óalgengara.
Eins má nefna órólegan ristil, náladofa, bjúg á höndum, kvíða, depurð, einbeitingarskort ofl. Sumir finna fyrir truflun á skynjun og verða t.d. óeðlilega næmir á hita og kulda. Einkennin geta verið breytileg frá degi til dags og ýmsir ytri þættir eins og veður, streita og áreynsla geta haft áhrif á þau. Mikilvægt er að átta sig á hvaða þættir hafa áhrif á einkennin til góðs eða ills. Draga þarf úr eigin kröfum og reyna að stunda reglubunda þjálfun. Stundum geta aðrir þættir en vefjagigt tengst líðan s.s. kuldanæmni getur tengst vanstarfsemi í skjaldkirtli.
Gangi þér vel
Starfsfólk Gigtarlínu Gigtarfélags Íslands.