einkirningasott

Hæhæ
Hvernig er það, að ef maður var með einkirningasótt en er orðin mun hressari og finnur ekki fyrir neinu núna, eða bara alveg þannig að maður gleymir alveg að maður má ekki hreyfa sig. Er það slæmt og hvernig lýsa verkir í miltanu sér? Eða þeim líffærum sem geta stækkað?
Fyrirfram þakkir

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er erfitt að segja með nákvæma lýsingu, en almennur slappleiki og afturför hvað varðar þrek og þol gæti verið vísbending um að þú hafir farið of geyst af stað.

Venjulegt milta að stærð finnst ekki með þreifingu, svo ef það finnst þá er það yfirleitt merki um stækkun. Þan ofarleg í kvið vinstra megin sem getur leitt til verkja uppí vinstri öxl, seddutilfinning og blóðleysi er eitt af einkennum stækkaðs milta.

Stækkuð lifur finnst einnig með þreifingu. Gulur litur á húð og í augum og verkir hægra megin í síðu eru helstu einkenni.

 

Gangi þér vel

Lára Kristín

Hjúkrunarfræðingur