Eitt jákvætt og 4 neikvæð þungunarpróf á sama degi

Góðan dag

Ég er með 28 daga tíðarhring og á að byrja á blæðingum í dag. Í gær (á 27 degi) tók ég þungunarpróf og fékk jákvætt. Eftir á tók ég þrú í röð með klst fresti og þau komu öll út neikvætt. Svo í morgun tók ég annað og það var líka neikvætt. Er til einhver skýring á þessu?

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Jákvætt þungunarpróf þýðir að þú sért þunguð. Það eru frekar litlar líkur á að fá falskt jákvætt þungunarpróf.

Ef þú hefur áhyggjur af neikvæðu prófunum þá mæli ég með að þú endurtakir prófið aftur eftir viku.

Hér getur þú lesið þér til um þungunarpróf: http://www.ljosmodir.is/asset/348/thungunarprof.pdf

 

Gangi þér vel,

Sigrún Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur