Eitthvað ap pissublöðrunni

Fyrir rúmum 2 vikum fór ég til læknis því ég hélt að ég væri með
blöðrubólgu, þá var ég búin að vera með einkenni í um 2 vikur. Kom svo
í ljós að svo væri ekki. Eg tók þá Klamydíu/kynsjúkdóma test en það
kom líka út neikvætt. Í dag er ég enn að finna fyrir þörfinni að þurfa
að pissa en ég þarf þess ekki. Svo stundum þarf ég bara allt í einu
virkilega að pissa og þarf bara að hlaupa inn a klósett. Og svoba
fyrsty 2 vikurnar lak stundum smá á mepan ég svaf. Er orðin mjög
þreytt á þessu, því þetta er ekki eðlilegt, en löknirinn minn vildi
ekki gera neitt í þessu.

ég er 19 ára stelpa,
Skil ekkert î þessu, 🙁
Hvað gæti verið að??

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þú skalt endilega heyra aftur í lækninum og fá betri aðstoð það er rétt hjá þér að þetta er ekki eðlilegt ástand og ýmislegt sem kemur til greina að skoða betur

Gangi þér  vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir , hjúkrunarfræðingur