Spurning:
Hæ hæ. Ég fór í kviðarholsspeglun, ég var nýbúin á blæðingum áður en ég fór í speglunina. Í spegluninni voru teknar klemmur af eggjaleiðurunum og hurfu þá stingirnir. Eftir speglunina í kviðarholinu blæddi í mokkra daga, en MJÖG LÍTIÐ. Ég hef engar blæðingar haft síðan þá, meira en sex vikur. Hvað er eða getur verið að? Þungunarpróf neikvætt. Hvað á ég að gera? HJÁLP HJÁLP EIN HRÆDD
Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi.
Einfaldast væri fyrir þig að snúa þér til þess læknis sem gerði aðgerðina því hann veit best hvernig aðstæður voru við aðgerð. Mjög ólíklegt er að þú hafir né sért þunguð, en það er ávallt rétt að gera þungunarpróf til að fá það á hreint. Hafi blæðing ekki komið fljótlega, eins ef þú hefur verki væri rétt að leita til læknis og í skoðun.
Kveðjur,
Arnar Hauksson dr med.