Ekki farið á blæðingar í 2 ár

Daginn, langaði að forvitnast með eitt…

Ég hef ekki farið á blæðingar í 2- 2 1/2 ár og ég held að það sé útaf ég er í undirþyngd, er að verða 22 ára og langar rosalega að byrja á blæðingum aftur, hvað get ég gert ??

Kv ein ráðlaus

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ég myndi ráðleggja þér að leita til þíns læknis (jafnvel kvensjúkdómalæknis) og látir athuga hvort það sé einhver skýring á bakvið þetta blæðingastopp. Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að þetta getur gerst, en eins og þú segir þá er það að vera í undirvigt ein skýring á bakvið blæðingastopp. En það sem getur líka valdið þessu er t.d. lyf, truflun á hormónastarfsemi, streita og álag, sjúkdómar og fleira.

Vona að þetta hafi hjálpað þér

Gangi þér vel,

Sigrún Eva SIgurjónsdóttir