Ekki hægt að þræða ristilin blöðrur eru fyrirstaðan en ekki talið hættulegt og hægðir i lagi.

það var ekki hægt að þræða ristilin það voru blöðrur fyristaðan ætli það þirfti að athuga það betur en læknirinn sagði svo ekki vera hægðir lika i lagi,það var ekki tekið neitt síni sem ég hjélt að yrði gert.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Læknirinn sem framkvæmir speglunina hlýtur að hafa gildar ástæður fyrir því að taka ekki sýni úr þessum blöðrum, getur verið sýkingarhætta útaf fyrir sig að rjúfa eitthvað sem lítur sakleysislega út. Vertu endilega í sambandi við lækninn þinn eða meltingarsérfræðing, þeir eiga að geta svarað öllum þínum spurningum.

Gangi þér/ykkur vel.

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur