Endalaus hausverkur

Sæl/l Ég er 37 ára og er búin að vera með hausverk núna að verða 3 ár.Kemur og fer en stendur oft yfir í marga daga í röð og þá alveg alla nóttina.Sem sagt sofna með hausverk og vakna með hausverk.Getur þetta tengst hormónalykkjunni? Eða þarf ég í eh myndatökur?

Sæl,

Viðvarandi höfuðverkur í langan tíma er ekki talið eðlilegt ástand. Það getur verið margt sem orsakar höfuðverk, svo dæmi séu nefnd: streita, álag, mygla, mígreni, líkamsástand þ.m.t blóðþrýstingur o.s.frv, þess vegna myndi ég ráðleggja þér að panta tíma hjá heimilislækni.

Varðandi hormónalykkjuna þá geta höfuðverkir verið aukaverkanir hennar. Myndi ræða það einnig við lækni hvort það sé samræmi þar á milli.

Gangi þér vel,

Rakel Ösp Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur