Endalausar hugsanir um dauðann

Hæ ég er 18 ára stelpa og er með nokkuð mörg vandamál eins og þunglyndi, einhverfu, áfallastreituröskun og átröskun. Ásamt því öllu er ég með alveg ótrúlega miklar sjálfsvígshugsanir á hverjum einasta degi nánast allann daginn og hugsanir um að skaða mig. En þá hef ég verið að stunda mikinn sjálfsskaða og nánast allt sem ég geri tengist alltaf einhvernmeginn sjálfsvígi. Eins og ég reyni að svelta mig þá oft til þess að auka líkurnar á að deyja, ég skaða mig til þess að vonast til þess að ég sker mig t.d of djúpt svo ég geti dáið og mjög margt fleira.
Mér langar ekki að líða svona lengur og er ég oft hrædd um að ég geri mér eitthvað sem ég kannski ætlaði mér ekki alveg að gera… ég er alveg ráðalaus og veit ekkert hvað skal gera ég get ekki talað við neinn um þessi vandamál mín né hugsanir og hef engann stuðning. Gætuð þið gefið mér einhver ráð?

Sæl,

Takk fyrir að hafa samband. Ég myndi ráðleggja þér að byrja á því að hringja í annaðhvort hjálparsíma Rauða Krossins í s: 1717 sem er opinn allan sólarhringinn eða síma Píetasamtakanna, samtök sem sinna forvarnarstarfi  gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða í s: 552-2218, einnig opið allan sólarhringinn.

Gangi þér vel

með kveðju,

Berglind Ómarsdóttir, Hjúkrunarfræðingur