Hvað get ég gert til að hætta að borða og narta eftir kvöldmat mig langar öll kvöld í eithvað svo finnst mér ég fitna of mikið og ég er alltof þung miða við hæð mína hvað er til ráða
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Kvöldnart er eitt af algengustu venjum sem við óskum að losna við. Ástæðan getur verið margslungin en oftast er þetta vani/vítahringur sem við komumst illa út úr.
Gott er að skoða fyrst hvernig heildar matardagurinn þinn lítur út. Ertu að borða jafnt og þétt yfir daginn og nægilegt magn af öllum orkuefnum.
Það að hætta kvöldnarti getur krafist þess maður sé strangur við sjálfan sig í ákveðin langan tíma þar til að þessi gamli vani er horfinn og nýr tekinn við.
Ég mæli hiklaust með utanaðkomandi aðstoð/ráðleggingar. Við hér hjá doktor.is mælum eindregið með viðtali hjá næringarfræðingnum okkar Elísabetu Reynisdóttur, tímapantanir eru í síma 5106500
með kveðju,
Lára Kristín Jónsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.