Endaþarmur

Úrgangur úr endaþarmi eins og svört tjara, límkennd og kolsvört, hvað á að gera?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Einkennin sem þú ert að lýsa geta mögulega gefið til kynna að einhver blæðing hafi átt sér í stað í meltingarveginum.

Ég ráðlegg þér að  hafa samband við lækni og fá skoðun og mat á því hvað geti verið um að ræða og hvort ástæða geti verið til þess að fara í frekari rannsóknir svo sem eins og ristilspeglun og  blóðprufu þar sem  skoðað er meðal annars  járnbúskapur.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur