Goðan dag, fyrir ca 1 manuði fekk eg eitthvað sem kallast eistnalyppubolga, þ.e annað eistað bolgnar og er bara við það að springa, eg settur a syklalyf, skana klara kurinn, kemur aftur fæ annað syklalyf klara þann kur og skana, tveim dogum seinna er þetta komið aftur, hvað er i gangi,? Og hvað er næsta skref hja mer,? Er að verða bæði hræddur og uturpirraður…
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.
Ég skil vel að þú sért orðinn áhyggjufullur þar sem sýklalyfin ná ekki að vinna almennilega á bólgunni.
Ég ráðlegg þér eindregið að fara strax aftur til læknis þíns í endurmat. Hugsanlega þarf að skipta um sýklalyf og rannsaka þig frekar.
Gangi þér vel,
Svanbjörg Pálsdóttir
Hjúkrunarfræðingur