Eplaedik á meðgöngu?

Spurning:
Ég er að reyna að verða ófrísk. Ég hætti að nota Zoloft í samráði við minn lækni, en virðist hafa náð að safna á mig bjúg eftir það, ég þyngdist um það bil fimm kíló á rúmum fjórum vikum. Ég er að prófa að fá mér teskeið af eplaedik í vatn, einu sinni á dag og virðist það virka. Getur það nokkuð haft áhrif á fóstur?

Svar:

Sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Eplaedik á ekki að hafa nein skaðleg áhrif á fóstur. Spurningin er hins vegar hvers vegna þú ert að fá bjúg. Þú ættir að tala við heimilislækninn þinn og láta mæla blóðþrýsting og meta almennt ástand þitt. Þú gætir einnig þurft að lagfæra eitthvað mataræðið.

Vona að svarið hafi gagnast þér.

Dagný Zoega, ljósmóðir