Spurning:
Góðan dag, ég er 26 ára og á eitt barn. Ég byrjaði á hormónalykkjunni fyrir 1 1/2 mánuði síðan og hef einu sinni haft blæðingar sem voru miklar til að byrja með en síðan með útferð sem varir ennþá mánuði síðar. Ég er búin að vera stanslaust þreytt og orkulaus ásamt því að hafa fitnað og það er eitthvað sem ég má ekki við. Ég las svar þitt við sambærilegu bréfi þar sem konan var búin að vera með lykkjuna í rúmt ár eða svo og hún var með þessi einkenni. Má ég sem sagt búast við að þetta haldi svona áfram?? Er ekkert sem ég get gert í þessu? Má ég búast við að þyngdaraukningin haldi einnig áfram?
Svar:
Það er mjög ólíklegt að eftir heilt ár muni verða einhver bati umfram það se komið er. Eins er ekki hæt að útiloka að þau óþægindi sem þú lýsir geti ekki verið aukaverkun af lykkjunni. Þú þarft skoðun og nýtt læknismat á ástandi þínu og frekari ráð hafir þú ekki fengið þau í byrjun frá þínum lækni eða öðrum.
Gangi þér vel
Arnar Hauksson dr med.