Spurning:
Sæll.
Ég er að fara í lyfjameðferð sem að bannar alla inntöku A-vítamíns meðan á henni stendur. Er mér óhætt að taka „Hárkúr" frá Heilsu ehf, sem inniheldur 15 míkrógrömm af fólínsýru í hverjum dagskammti? Þarf ég að hætta að taka hárkúrinn, og ef svo er, getur þú bent mér á eitthvað annað sem eykur hárvöxt þar sem lyfjameðferðin veldur hárlosi?
Með þökk og von um skjót svör.
Svar:
Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Heilsu ehf. inniheldur Hárkúr: L-Systín og DL-Metíónín, amínósýrur sem innihalda brennistein. Lesitín, inósítól og kólín. B-vítamínin, PABA, bíótín og fólínsýru. Járn til myndunar blóðrauða sem flytur súrefni til allra fruma líkamans. Kelp er þari sem inniheldur steinefni og hefur lengi verið notaður fyrir hárið. Auk þess eru sink og önnur steinefni í Hárkúr hylkjunum.
Það er ekkert minnst á að það innihaldi A-vítamín (retínól eða beta-karótín) þannig að það er í góðu lagi að taka inn hárkúrinn hvað það varðar.
Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur