Er þetta rosaleg þyngdaraukning?

Spurning:
Ein áhyggjufull, þannig er mál með vexti að ég er kominn 26 vikur á leið og hef fitnað um 20 kíló,ég reyndar hætti að reykja um leið og ég vissi að ég væri ólétt og ég veit að það hefur mikil áhrif. Er þetta rosaleg þyngdaraukning á svo stuttum tíma? Kærar þakkir

Svar:
Það var gott hjá þér að hætta að reykja. En svona mikil þyngdaraukning er vitaskuld óeðlileg. Þú ættir að ræða þetta við ljósmóðurina þína og reyna að fá næringarráðgjöf. Þú átt eftir 14 vikur og síðustu vikur meðgöngu þyngjast konur hvað hraðast þannig að þetta ástand á eftir að versna. Gerðu því eitthvað í málinu áður en það verður óyfirstíganlegt.

Kveðja, Dagný Zoega, ljósmóðir