Er ég að taka séns með að fara í aðgerð?

Spurning:
Eg er alltaf með þoku yfir auga mismunandi mikil, en ég hef miklar áhyggjur, ég er reyndar búin að fara til augnlæknis og hún segir að það þurfi að skipta um augnstein! (vinstri augað er ónýtt )ég er hrædd um að vera blind…. Hvað eru likur á svona aðgerð ? Er ég að taka mikla sénsa á að fara í aðgerð!!!!!!! Ein hryllilega hrædd, vonast fyrir alvöru svörum

Svar:
Engin ástæða til að vera með áhyggjur!!

Þessi aðgerð er sú algengasta sem framkvæmd er á landinu og ein sú öruggasta! Sjúklingar segja nær undantekningarlaust eftir aðgerðina að þetta sé miklu minna mál en þeir töldu og sögðust sjá bara eftir að hafa kviðið svona mikið fyrir henni! Þegar ský á augasteini hefur náð ákveðinni stærð og rýrt sjónina nægilega mikið er rétt að nema brott augasteininn og setja nýjan augastein í staðinn. Líkurnar á því að slík aðgerð heppnist og að þú hljótir bót á sjóninni er yfir 95%! Við deyfum augað vel með dropum fyrir aðgerð – í dag eru ekki einu sinni notaðar sprautur – og þú ferð heim samdægurs.

Spáðu í spilin og láttu vita þegar þú ert tilbúin!

Bestu kveðjur,
Jóhannes Kári