Er ég með eistnakrabbamein?

Spurning:
Ég vil gjarnan vita hvort það sé hugsanlegt að ég sé með eistnakrabbamein. Ég er bara 15 ára en ég er með flest einkenni krabbameinsins. Ég er oft með bak og kviðverki og hægðatregðu. Ég fann fyrst fyrir þessu í byrjun nóvember en þá urðu bæði eistun furðuleg viðkomu og pínu sársauki fylgdi, þau eru samt jafn stór. Það eru líka fuðulegir hnúðar á eistunum og á sáðrásinni. Svar myndi hjálpa mikið. Takk fyrir

Svar:
Fyrir þig er ekki neitt annað að gera en að fara hið allra fyrsta til læknis og láta skoða þig. Annað eru einungis getgátur. Einkennin sem þú lýsir geta hvort heldur sem er verið merki um krabbamein eða ekki. Sem sagt: snaraðu þér til læknis.Bestu kveðjur,Valur Þór Marteinsson