Er gestagen í lykkjunni Levonova?

Spurning:

Komdu sæll!

Ég er tæplega 44 ára og nýlega farin að nota estrógel og fékk svo hormónalykkjuna í gær. Farið var að bera á svitakófi á nóttinni og smá milliblæðingum.

Á Doktor.is segir: "Að jafnaði er gefið með þessu lyfi annað hormón, Svokallað gestagen nema konan hafi misst legið við skurðaðgerð" – hormónalykkju finn ég ekki undir neinni leit og spyr því: er hún með gestagen? – Dæmigerð spurning sem ég hefði átt að spyrja lækninn og hann eflaust sagt mér án þess ég næði heildarmyndinni.

Kv. X.

Svar:

Komdu sæl,

Levonova lykkjan inniheldur levónorgestrel sem tilheyrir flokki gestagena.

Kær kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur