Er hægt að fá Viagra fyrir konur hérlendis?

Spurning:

Sæll.

Mig langar til að vita hvort hér á landi sé hægt að fá Viagra fyrir konur, þ.e.a.s. í kremformi eins og auglýst er á ýmsum erlendum vefsíðum. (Vitara, HerTurn o.fl.)

Bestu kveðjur

Svar:

Sæl.

Nei, en hægt er að sækja um að fá lyfið á undanþágu. Slíkt verður þú að ræða við lækninn þinn.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur