Er hættulegt að bíða með að láta fjarlægja skakka endajaxla?

Spurning:

Sæll.

Er hættulegt að bíða með að láta fjarlægja skakka endajaxla? Ég er með tvo skakka í efri góm, en er búinn að láta taka þá neðri.

Takk fyrir.

Svar:

Sæll.

Nei, hættulegt getur það nú ekki talist en klókt gæti verið að losna við þá fyrr en seinna.

Kveðja,
Ólafur Höskuldsson, barnatannlæknir