Er hættulegt að taka pilluna í 6 vikur?

Spurning:

Sæll Arnar.

Ég er 18 ára gömul og er búin að vera á pillunni Mygrogyn í 10 mánuði. Núna á þriðjudaginn gleymdi ég að taka töflu og það voru aðeins eftir 2 töflur á spjaldinu. Samkvæmt reglunum um Mygrogyn á ég að byrja á nýju spjaldi og klára það og taka svo pilluhlé. En er það ekki hættulegt að taka pilluna inn í 6 vikur án þess að taka hlé? Getur það haft einhver áhrif á mann?

Svar:

Þetta er alveg rétt skilið hjá þér, nema að það er ekki hættulegt að taka lengur en venja er, annars væri það ekki ráðlagt. Þú verður líka að muna að pillan er ekki örugg í tvær vikur eftir að þú hefur gleymt að taka hana. Svo ekki gleyma aftur.

Bestu kveðjur,
Arnar Hauksson dr. med