Er hollt að hlaupa maraþon?

Spurning:

Ég er 39 ára kona og æfi hlaup daglega. Mig langar mikið til að fá upplýsingar um það hvernig maraþonhlaup virkar á líkamann. T.a.m. er það hollt eða óhollt að reyna svo mikið á líkamann?

Svar:

Heilt maraþon er 42 kílómetrar og vissulega er mikið álag á líkamann að hlaupa svo langa vegalengd. Taka þarf langan tíma í að þjálfa fyrir slíkt hlaup og þarf að fá ráðleggingar hjá fagfólki varðandi slíka þjálfun. Ýmsir hlaupahópar eru starfandi víða um bæinn og tilvalið að leita á slík mið til að fá upplýsingar og þjálfun. Hægt er að fá ýmsar góðar upplýsingar um hlaupaþjálfun og skokkhópa undir slóðinni: hlaup.is

Með kveðju,
Ágústa Johnson