Spurning:
Sæll Ólafur.
Ég drekk mikið af kolsýrðu vatni, bæði hreinu og með sítrónubragðefni (Toppur og Egils kristall), og stundum blanda ég þá til helminga með appelsínusafa. Eru þessir drykkir varasamir fyrir tennur?
Kveðja.
Svar:
Sæll.
Enn og aftur stendur spurningin um hver neytir hvers, magn og tíðni neyslunnar. Menn eru mismunandi að upplagi. Það sem A þolir vel og tekur með ágætum kann að vera B skaðlegt og óþolandi. Jafnvel lífsnauðsynleg efni svo sem D-vítamín og súrefni verða bráðskaðleg sé þeirra neytt í óhófi.
Berðu þetta mál undir tannlækninn þinn og hafðu hans ráð.
Gangi þér vel,
Ólafur Höskuldsson, barnatannlæknir