Er kviðslitin, má ég verða þunguð?

Spurning:

Góðan daginn.

Ég sendi inn fyrirspurn til ykkar um það hvort það væri í lagi að verða þunguð því ég er kviðslitin. Mig langaði að vita hvort það væri nauðsynlegt að láta laga kviðslitið fyrst. Ég hef ekki fengið svar en það getur verið að það komi síðar. Mig langaði samt til ítreka fyrirspurnina því að þrátt fyrir að mér þyki síðan ykkar virkilega góð finnst mér mjög lítið af upplýsingum um kviðslit inni á síðunni ykkar. Þegar ég komst að því að ég væri kviðslitin fór ég strax inn á síðuna ykkar til þess að leita upplýsinga en fann ekkert sem kom mér að gagni.

Með bestu kveðju og von um svar.

Kviðslitin.

Svar:

Sæl.

Það fer dálítið eftir staðsetningu og umfangi kviðslitsins hversu mikið þú kemur til með að finna fyrir því. Vöxtur legsins eykur þrýstinginn í kviðnum þannig að hætt er við að garnir getir þrýst í gegn um kviðslitið. Einnig getur kviðslitið stækkað vegna mýkingar í vefjum og aukins þrýstings í kviðarholi. Skynsamlegast væri fyrir þig að láta laga kviðslitið áður en þú leggur í meðgöngu.

Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir