Spurning:
Þannig er mál með vexti að ég er með blöðrur á eggjastokkunum og hef hug á að eignast annað barn. Ég fæ oft slæma verki fyrir og eftir egglos, eins og er er ég að taka Diana Mite.Geta blöðrurnar meiri eða verri við þungun? Getur fóstrið skaðast á einhvern hátt? Er í lagi að hætta á miðju pillubréfi og reyna að verða þunguð þó ég sé enn með verki?
Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi, Þú ert vonandi að blanda saman tveimur hugtökum, því að þú hafir tilhneigingu til að mynda "blöðrur" á eggjastokkana" og hinu að þú kunnir etv að vera með eina stóra blöðru. Hið fyrra er saklaust en getur þýtt að það taki lengri tíma fyrir þig að verða þunguð en ella, e hið síðara krefst þess að þú látir lækni skoða þig og meta hvort eitthvað þurfi að gera hafir þú stóra vökvafyllta blöðru í eggjastokk. Hvorugt hindrar getnað, ogí engum kringumstæðum hefur það nein áhrif á barnið. Hins vegar væri æskilegt að læka þig ef þú í raun hefðr síðarnefnda tilfellið, .þ.e. blöðrur.
Bestu kveðjur Arnar Hauksson dr med