Spurning:
Góðan daginn.
Ég er 19 ára strákur. Ég vinn úti á landi en bý í Reykjavík. Ég er með kynfæravörtur og fór á Göngudeild húð- og kynsjúkdóma fyrir um 2 mánuðum og vörturnar voru penslaðar, en núna eru þær komnar aftur. Ég kem aðeins heim um helgar og er þá ómögulegt að fá viðtal hjá lækni á húð og kyn. Er hægt að kaupa þetta penslunarefni í apóteki eða er hægt að nota eithvað annað efni? Hvað er hægt að gera????? Getur þú nokkuð gefið mér einhver ráð??? Ég í bæinn annan hvern föstudag.
Með fyrirfram þökkum.
Svar:
Sæll.
Það er möguleiki að fá afbrigði af þessu með sér heim, þú losnar þó ekki við það að þurfa að fara til læknis. Þú getur hins vegar reynt að hitta lækni þar sem þú vinnur úti á landi. Eins geturðu reynt að fá tíma á Húð- og kynsjúdómadeild næst þegar þú ert í Reykjavík, það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvað vörturnar varðar þó að þetta bíði aðeins.
Kveðja,
F.h. Félags um forvarnir læknanema, forvarnir.com
Jón Þorkell Einarsson, læknanemi