Spurning:
Ég er að reyna að vinna úr fæðingarþunglyndi og fékk hjá geðlækni LSP lyfið Sobril (15 mg). Þar stendur að lyfið skiljist í brjóstamjólkina, er mér óhætt að taka þetta inn? En hvað með Rivotril 5mg eða 2mg.?
Með von um skjót svör
Svar:
Það er rétt að Sobril (oxazepam, einnig til undir nafninu Serepax) skilst út í móðurmjólk. Þetta er þó það lítið magn að ef lyfið er notað í venjulegum skömmtum er lítil sem engin hætta á áhrifum á barnið.Aftur á móti er varað við notkun Rivotril (clónazepam) meðan barn er á brjósti, þar sem það skilur út í meira magni en oxazepam og brotnar þar að auki hægar niður hjá nýfæddum en fullorðnum.
Finnbogi Rútur Hálfdanarson
lyfjafræðingur