Vegna bólusetningar gegn Covid
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Methotrexate er lyf sem flokkast sem “sjúkdómstemprandi gigtarlyf” (e. disease-modifying anti-rheumatic drugs) (DMARDs). Það er ekki lífefnalyf – nei.
Þér er óhætt að þiggja það bóluefni sem þér er boðið, af þessum 3 sem eru gefin hér á Íslandi núna; Moderna, Pfizer og AztraZeneca. Ef þú ert að velta fyrir þér út frá Methotrexate.
Einu frábendingarnar í dag eru bráðaofnæmi fyrir einhverju innihaldsefninu sem er í bóluefninu.
Einnig er búið að ákveða hér á Íslandi að gefa konum yngri en 55 ára ekki AstraZeneca vegna hættu á blóðtappamyndun.
Ég ráðlegg þér að ræða við þinn lækni varðandi Methotrexate lyfjagjafirnar í kringum bólusetninguna. Þá jafnvel að færa þær til svo þú verðir ekki nýlega búin að fá Methotrexate og/eða að þú fáir ekki næsta skammt skömmu eftir bólusetninguna.
Gangi þér vel,
Sigrún Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.