Spurning:
Er mikil hætta á fósturskaða eða láti þegar maður tekur inn lithium /litarex
Svar:
Hætta á fósturskaða er fyrir hendi ef litíum er tekið á meðgöngu. Einkum er um að ræða óæskileg áhrif á skjaldkirtil og hjarta- og æðakerfi. Mest er hættan á þessu ef lyfið er tekið á fyrsta þriðjungi meðgöngu. Einnig getur taka litíums nálægt fæðingu valdið vöðvaslappleika og alvarlegum sljóleika hjá nýfæddu barni. Því er konum á barneignaraldri sem þurfa á litíum lyfjum að halda ráðlagt að nota öruggar getnaðarvarir. Einnig að hætta litíumnotkun fyrir áætlaða þungun. Þó geta aðstæður verið þannig að verðandi mæðrum sé ráðlagt að halda áfram töku litíums á meðgöngu. Hættan á fóstuskaða er þó ekki mikil. Hversu mikil í prósentum talið er ekki gott að segja, en í handbókum er talað um að dæmi séu þekkt um fósturskaða.
Finnbogi Rútur Hálfdanarson, lyfjafræðingur