Er mjólkursýrumyndun tengd mjólkurvörum?

Spurning:
Góðan dag!
Ég var að velta fyrir mér hvort það sé ekki gott að borða mjólkurvörur rétt fyrir eða eftir æfingar? Mér var sagt að það væri ekki gott og svo er líka búið að segja mér að það skipti engu máli. Getur þú skýrt út fyrir mér af hverju það safnast mjólkursýra fyrir í vöðvunum og er það ekkert tengt mjólkurvörum?

Fyrirfram þakkir. Ein sem er alveg að verða rugluð á þessu öllu.

Svar:

Sæl. Þér er alveg óhætt að neyta mjólkurmats fyrir og/eða eftir æfingar. (Reyndar er ekki gott að borða mikið yfirhöfuð rétt fyrir æfingar). Mjólkurvörur hafa ekkert með mjólkursýrumyndun í vöðvum að gera.Við mikið og snöggt álag yfir 80% af hámarkspúls notar líkaminn fosföt til brennslu og myndar þá hratt mjólkursýru sem úrgangsefni þ.e. tími vinnst ekki til að nota súrefni við efnaskiptin (loftfirrð þjálfun) en við minna álag nýtir líkaminn súrefni (loftháð þjálfun) þegar við brennum kolvetnum og fitu.

 

Mjólkursýru  í vöðvum má mæla með blóðprufu í þrekprófi. Eru þetta nákvæmustu þrekprófin og gefa mestu upplýsingarnar varðandi þjálfunarpúls. 

 

Kv. Ágústa.