Spurning:
Hæ hæ Dagný.
Vinkona mín spyr sem er hérna hjá mér hvort það sé óhætt fyrir hana að fara ófrísk í bláa lónið. Hún er komin ca. 7 vikur á leið.
Getur mikill hiti haft skaðleg áhrif á fóstrið?
Svar:
Sæl.
Aukinn líkamshiti móðurinnar getur valdið fósturskaða. Ef kona er í langan tíma í hærra hitastigi en 37°C getur líkamshitinn hækkað. Til að mæta auknu hitastigi svitnar líkaminn en það virkar ekki í vatni. Þess vegna er nauðsynlegt að fara upp úr til að kæla sig. Bláa lónið er misheitt og því er bara um að gera að forðast heitustu staðina og kæla sig reglulega.
Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir