Er Oropram sambærilegt við Cipramil?

Spurning:
Er lyfið Oropram alveg sambærilegt við Cipramil, hefur það sömu virkni. Eru til þekkt dæmi um að það virki ekki eins?

Svar:
Oropram og Cipramil innihalda bæði sama virka efnið, cítalópram. Virka efnið er þó framleitt með sitthvorri aðferðinni á sitthvorum staðnum. Ekki er því hægt að útiloka að ekki séu mismunandi óhreinindi til staðar í lyfjunum, eftirstöðvar úr framleiðslunni og gæti það haft áhrif á verkun og aukaverkanir. Einhverjir sem hafa notað bæði lyfin hafa lýst mismunandi verkun og aukaverkunum. Þegar eftirlíkingarlyf eins og Oropram er skráð er frásog virku efnanna í blóðrás borin saman og þarf að vera sambærilegt til að lyfin teljist jafngild. Ekki er prófað fyrir öðrum efnum.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson
lyfjafræðingur